Stefnuskrá
Hvert mun Snæfellsjökull sem forseti leiða okkur?
Við fylgjum fordæmi Ungra umhverfisverndarsinna sem skrifa: “Í komandi kosningum er nauðsynlegt að loftslags- og umhverfismál séu í brennidepli; framtíð okkar allra veltur á heilbrigðum hringrásarkerfum Jarðar.”
Hvernig mun Snæfellsjökull sinna skyldum sínum sem forseti á Alþingi?
Samkvæmt 8. grein Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands þá skulu forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti hæstaréttar fara með forsetavald ef forseti lýðveldisins getur ekki gegnt störfum sínum. “Forseti Alþingis stýrir fundum þeirra. Ef ágreiningur er þeirra í milli, ræður meiri hluti.”
Vistmiðað forsetaembætti
“... öll lífsform hafa sama virði óháð gildi þeirra fyrir mannlega hagsmuni og þau skulu vera viðurkennd sem slík og njóta verndar sem réttindabærar verur á sama hátt og mannverur”. Forsetaframboð Snæfellsjökuls lítur svo á að “lífsform” nái ekki aðeins yfir lífræn fyrirbæri, heldur einnig ólífræn, í þeim tilgangi að forðast að skapa stigveldi með því sem vestræn vísindi meta sem svo að uppfylli skilyrði lífs sem hina einu forsendu fyrir jafnrétti og réttindum.
Réttindasáttmáli fyrir vistkerfi Íslands
Forsetaembættið mun styðja þróun og gerð sáttmála um grundvallarréttindi fyri vistkerfi Íslands.
Réttindi náttúrunnar
Forsetaframboð Snæfellsjökuls hvetur til samfélagslegrar vitundar um hugmyndina um Réttindi náttúrunnar, og þess að stefna stjórnvalda á Íslandi taki réttindi náttúrunnar til greina. Á síðustu fimmtán árum hafa stjórnvöld og samfélög víða um heim skapað lagaleg fordæmi fyrir því að binda réttindi náttúrunnar í lög.
-
Árið 2008 varð Ekvador fyrsta land í heimi til þess að binda réttindi náttúrunnar í stjórnarskrá sína.
-
Árið 2010 innleiddi Bólivía lagabálkinn Ley de Derechos de la Madre Tierra (Lög um réttindi móður jarðar), sem lýsir því yfir að jörðin og lífkerfi hennar séu rétthafar eðlislægra réttinda
-
Árið 2012 vann samfélag Maora mál sitt um að Whanganui áin yrði viðurkennd sem lifandi vera og fengi lagalega réttarstöðu persónu í nýsjálenskum lögum. Þessi lög voru staðfest árið 2017.
-
Árið 2022 varð Mar Menor fyrsta meira-en-mennska veran til að fá stöðu lagalega réttarstöðu persónu í Evrópu.
Þessi fordæmisgefandi lög og dómar beina athygli að réttindum alls þess meira-en-mennska og fela í sér virðingu fyrir því gildi sem vistkerfi hafa í sjálfum sér, óháð því gildi sem auðlindir þeirra hafa fyrir mannfólkið. Þessar stefnubreytingar kalla einnig á nauðsynlegt endurmat á stýringu náttúruauðlinda, og í því samhengi þarf sérstaklega að endurskoða hlutverk mannhverfra sjónarmiða í stefnumótun.
Spurningin er ekki lengur "getur náttúran haft réttindi?" Það getur hún, og hefur þau jafnframt nú þegar í ýmsum löndum, sem fer sífjölgandi. Spurningin núna snýst um hvernig við getum gert viðurkenningu á þessum réttindum útbreiddari, og komist í nauðsynlegt og nýtt samband við náttúruna, þar sem mannanna verk vernda hana frekar en arðræna.—Mari Margil, Center for Democratic and Environmental Rights
Lykilhugtök
Mannhverf nálgun
Samkvæmt mannhverfri nálgun er samband mannkynsins við náttúruna einskorðað við þau fagurferðilegu, hagfræðilegu og félagslegu gildi sem náttúran hefur fyrir mannverur. Í þessu sjónarhorni felst að þarfir manneskjunnar eru í forgrunni og hafa mest vægi. Slíkt viðhorf leiðir af sér að stunduð er ótakmörkuð auðlindanýting þar sem öðrum lífsformum er fórnað. Önnur lífsform og vistkerfi hafa samkvæmt mannhverfu viðhorfi ekkert gildi nema þau nýtist manneskjunni.
Réttur jarðarinnar
"Réttarheimspeki og stjórnvísi sem lítur á manneskjur og samfélag þeirra sem hluta af stærri heild og að velferð og farsæld sé háð velsæld jarðarinnar.”**
Vistkerfisnálgun
“Allt líf hefur gildi í sjálfu sér og vægi þess er óháð gildismati og hag manneskjunnar. Réttur lífs og náttúru ætti að öðlast viðurkenningu og verndar og hafa réttindi eins og þau sem manneskjur búa yfir.”* Í herferð fyrri Snæfellsjökul sem forseta, þá er embætti forseta endurskilgreint og möguleiki á að fyrirbæri í náttúrunni geti orðið forseti. Ekki er nauðsynlegt að vera manneskja til að hafa réttindi og hugmyndir um jöfnuð ættu að ná til fleiri lífsforma en einungis einstaklinga.
Umhverfismiðuð stjórnarskrárstefna
"Réttindi er hægt að veita öðrum lífsformum en manneskjum, fyrirbæri í náttúrunni eins og fjöll, ár, vötn og jöklar geta búið yfir réttindum og verið hluti af réttarkerfi með gagnkvæmum skyldum í meðferð mála.“*
“Reynsla annarra landa bendir til nokkurra mismunandi leiða til þess að binda varðveislu og verndun náttúrunnar í stjórnarskrá: (a) Viðurkenna réttindi náttúrunnar sjálfrar, til dæmis með því að setja skyldur á herðar ríkis og borgara til þess að vernda jörðina (visthverfa nálgunin); (b) staðfesta rétt einstaklinga til heilsusamlegs umhverfis (mannhverfa nálgunin); og c) vísað til umhverfisverndar sem hluta af rétti til jafnræðis milli kynslóða”.*
Íslenska ríkisstjórnin hefur unnið að drögum að frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar síðan 2012 sem myndi m.a. standa vörð um náttúruauðlindir. Feneyjanefndin tók þessi frumvarpsdrög til skoðunar í október 2020.
* Quoted from the footnotes of the EUROPEAN COMMISSION FOR DEMOCRACY THROUGH LAW (VENICE COMMISSION)—ICELAND OPINION ON FOUR CONSTITUTIONAL DRAFT BILLS ON THE PROTECTION OF THE ENVIRONMENT, ON NATURAL RESOURCES, ON REFERENDUMS AND ON THE PRESIDENT OF ICELAND, THE GOVERNMENT, THE FUNCTIONS OF THE EXECUTIVE AND OTHER INSTITUTIONAL MATTERS (October 2020).
** Quoted from the UN’s Harmony With Nature website.