Getur jökull virkilega verið forseti?
Samkvæmt lögum þarf forseti Íslands að hafa náð a.m.k. 35 ára aldri, vera íslenskur ríkisborgari ✓, hafa hreint sakavottorð ✓, og fá 1500-3000 undirskriftir fólks úr öllum landsfjórðungum framboðinu til stuðnings.
Við skulum sameinast um að velja okkur leiðtoga sem er yfir pólitík hafin og talar beint inn í þjóðarsál okkar. Snæfellsjökull er ekki bara kennileiti heldur einnig verndarvættur og tákn um seiglu okkar og styrk.
Hvers vegna ættum við að kjósa jökul sem forseta?
1. Stöðugleiki á umrótatímum
Jöklar hafa staðist tímans tönn, þeir standa af sér óveður og áskoranir. Þeir tákna stöðugleika og þrautseigju, mikilvæga eiginleika þegar sigla þarf í gegnum flókinn veruleika nútíma stjórnskipulags.
2. Umhverfisverndarbarátta
Í ljósi loftslagsbreytinga, taps á líffræðilegum fjölbreytileika og eldsumbrota á Reykjanesi sem gera daglegt líf okkar óstöðugt eru fáir eins vel til þess fallnir að verja málstað náttúrunnar en jökullinn. Snæfellsjökull lýsir leiðina að sjálfbærni og seiglu, og er menningarleg helgimynd sem hvetur okkur til þess að standa vörð um náttúrufegurð Íslands fyrir komandi kynslóðir.
3. Alþjóðleg viðurkenning
Tilnefning jökuls til forsetaframbjóðanda mun vekja áhuga heimsins á Íslandi á einstakan og jákvæðan hátt. Þjóðin verður séð sem frumkvöðull í því að umfaðma forystu náttúrunnar, og hvetja til alþjóðlegar samvinnu með það að markmiði að skapa grænni og sjálfbærari plánetu.
4. Menningartákn
Jöklar eru óaðskiljanlegur hluti af menningararfleifð okkar. Kosning jökuls í embætti forseta heiðrar rætur okkar, tengir okkur við landið og minnir okkur á mikilvægi þess að varðveita einstaka sjálfsmynd okkar.
5. Inngildandi leiðtogi
Jökull sem forseti stendur fyrir inngildingu, þar sem jöklar mótast af mörgum ólíkum (náttúru)öflum. Táknmynd styrks sem verður til fyrir tilstilli einingar, fjölbreytileika og samvinnu.
Kjóstu Snæfellsjökul — þinn jökulverndara!
Vörðum saman leið til bjartari framtíðar með Snæfellsjökul sem framsýnan forseta. Það er kominn tími til að kjósa leiðtoga sem hefur þá visku til að bera sem þarf til að styðja við tengsl okkar og sjálfbærni. Kjósið Snæfellsjökul sem forseta!